Íhald og kratar.. sagan endurtekur sig!

Sagan sýnir að þegar íhaldið og kratarnir koma saman í ríkisstjórn þá skellur á okkur kreppa, eða dýpri og lengri kreppa en ella þyrfti að vera. Í dag er sagan að endurtaka sig. Forysta Sjálfstæðisflokksins er veik og ábyrgðar- og skilningsleysi krata í efnahagsmálum þjóðarinnar er hættulegur kokteill. Jafnvel fólk innan raða ofurstjórnarinnar undrast stöðu mála, og umræðupólitík Ingibjargar Sólrúnar reyndist aðgerðalaust blaður. Framsóknarflokkurinn hefur verið sem rauður þráður í gegnum lýðveldissöguna sá flokkur sem hefur stuðlað að háu atvinnustigi og efnahaglegum stöðugleika á Íslandi og hefur unnið með mörgum aðilum í þeim árangri til að höggva á hnúta sem er verkefni stjórnmálanna... í stað aðgerðaleysis og blaðurs. Ritstjórn.


mbl.is Verðbólga ekki meiri í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá, þetta eru athylisverðar kenningar hjá þér Jón. Ertu til í að útskýra það aðeins betur hvernig þú færð það út að aðgerðaleysi núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum og þennslufjárlög þessa árs (sem nota bene flestir segja vera ástæður þess að kreppan skellur harðar á Íslendingu en öðrum) séu Framsóknarflokknum að kenna? 

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek nú undir með Jóni að ábyrgð Framsóknar er mikil.  Sjúkdómurinn er mun eldri en svo að Samfylkingunni sé hægt að kenna um hann.  Það sem við erum að sjá núna eru einkennin og vissulega mætti bregðast skarpar við þeim.  Það var viðskiptaráðherra Framsóknar sem samþykkti árið 2001 (eða var það fyrr) að setja krónuna á flot og það er þessi ákvörðun sem við erum að súpa seyðið af.

Marinó G. Njálsson, 25.7.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Rosalega er gaman að sjá hvað fólk saknar okkar mikið í ríkistjórn. Söknuðurinn er svo mikill að núverandi ráðaleysi ríkistjórnarinnar er ýtt yfir á okkur.

En staðan er sú að við erum ekki í ríkistjórn og okkar aðgerðaráætlun er ekki notuð til viðmiðunnar í aðgerðum ríkistjórnarinnar. Einnig er sjálfstæðismenn enn í ríkistjórn frá fyrri ríkistjórnarsamstarfi þannig að þeirra ábyrgð er enn meiri þar sem þeir hafa enn lyklavöldin.

En nú sjáið þið deginum ljósara hver sá um jákvæðu framkvæmdirnar í seinasta ríkistjórnarsamstarfi þar sem kunnáttan í því er enginn hjá sjöllunum og kratarnir herma eftir öpunum þremur sem heyra ekki, sjá ekki og tala ekki um illsku. 

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 25.7.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Agnar Bragi

Það er svo erfitt fyrir kratana að horfast í augu við staðreyndir og sérstaklega stöðuna í dag... Hvað er þessi Jón að pæla í kommenti sínu, svarar engu til um aðgerðarleysið og fjarveru Samfylkingar í efnahagsmálum, heldur fer að spila gamla rispaða plötu um Framsókn, þegar allir vita sem vilja vita hvernig veruleikanum er háttað að það var Framsókn sem barði í gegn Kárahnjúkavirkjun og fleiri framkvæmdir sem eru að bjarga okkur í dag og af því erum við stollt !!! Samfylking hefur aldrei fyrr þurft að bera ábyrgð á neinu og nú er hún kolfallin á prófinu. Það er erfitt að vera krati í dag ef maður hefur eitthvað á milli eyrnanna :)

Hins vegar má gagnrýna skattalækkanirnar sem sjálfstæðisflokkurinn barði gegn og þá má gagnrýna framsókn fyrir að taka undir þær, en svona er brannisnn í samstarfi. Það er allt annar hlutur að lækka skatta en að stuðla að arðbærum framkvæmdum sem eru að mala gull fyrir þjóðina.

En ég vil bara benda lesendum á að Íslandi hefur ekki verið stjórnað nú í rúmlega eitt ár... annars staðar í kringum okkur hafa stjórnvöld verið að bregðast við alþjóðlegu krísunni nema hér... ég meina það, þó að fólk hafi kosið samfylkinguna og vilji kalla sig krata þá fyrr má nú vera að það þurfi ekki að kafsigla þjóðina áður en menn sjá vindhanapólitíkina og kjósi raunverulega jafnaðarmenn í vinnufötunum... framsóknarmenn !!!

Agnar Bragi, 27.7.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er rétt að það á að vera fyrir löngu búið að grípa til einhverra aðgerða. Hins vegar þýðir það ekki að deyjandi bændaflokkur sé eitthvað betri eða hefði staðið sig nokkuð betur.

Páll Geir Bjarnason, 1.8.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband