Kratarnir og efnahagsmálin !

Kratarnir eru gjörsamlega úti á þekju í efnahagsumræðunni og hafa engar lausnir, enda má ætla að þeir séu ennþá í sumarfríi á meðan spennan í hagkerfinu magnast upp og stefnir í óefni í haust sé ekkert að gert til að milda áhrif efnahagskreppunnar. Árni Páll krataþingmaður sýndi glögglega á mánudagsmorgun, þegar hann mætti jafnaðar- og framsóknarmanninum Guðna Ágústssyni, hve mikið ábyrgðarleysi og sinnuleysi ríkir á stjórnarheimilinu. Samt sem áður leyfir hann sér að mæta í útsendingu með þvílíkum hroka. Það skein í gegn undirbúningsleysið og hann gat með engu móti svarað fyrir réttmæta gagnrýni, nema með hroka og rangfærslum og pólitísku lýðskrumi. Árni Páll og Samfylking hljóma sem gömul rispuð plata í þessari mikilvægu umræðu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Guðni benti á lausnir sem hafa verið ræddar með aðilum vinnumarkaðar, fyrirtækja, fjölmiðla og meðal almennings, sem eru til þess fallnar að milda áhrif kreppunnar á almenning og fyrirtæki. Samfylkingin er hins vegar með stefnu sinni í mörgum málum að auka neikvæð áhrif, bæði með getuleysi sínu og aðgerðaleysi, en einnig með boðuðum aðgerðum í mörgum málaflokkum sem munu auka atvinnuleysi á Íslandi og það er böl sem fáir vilja.

Heyra má veisluna hér

Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Fjöldi athugasemda við greinarnar hérna lýsa kannski best umfangi framsóknarflokksins. Þetta er eina færslan með eitthvað líf í háa herrans tíð. Mér finnst eitthvað svo þversagnarkennt við heitið "ungir framsóknarmenn". Þarna fara saman tvö orð sem eiga enga samleið.

Páll Geir Bjarnason, 1.8.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...þessi athugasemd átti að standa við næstu færslu fyrir ofan. það er vandratað í framsóknarfrumskóginum.

Páll Geir Bjarnason, 1.8.2008 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband