Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Alfreð FUF í Reykjavík ályktar - Reykjavík endurnýjanleg orkuborg !

Reykjavík borg endurnýjanlegrar orku !
 
Ungir framsóknarmenn í Reykjavík vilja markaðsetja Reykjavík á alþjóðavettvangi sem endurnýjanlega orkuborg. Borgin á að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku og bjóða fyrirtækjum sem og borgarbúum upp á umhverfisvæna borg. Til þess að svo geti orðið þarf að skapa hagstæðar aðstæður fyrir annars vegar fyrirtæki sem tengjast endurnýjanlegri orku og hins vegar farartæki og iðnað, sem nýta m.a. innlenda og endurnýjanlega orku í starfsemi sinni.
 
Rétt er að nota skattkerfið til þess að auka notkun á endurnýjanlegri orku, t.d. með því að veita fyrirtækjum sem tengjast framleiðslu/nýtingu á endurnýjanlegri orku skattaívilnanir og veita útsvarsafslátt fyrir aðila sem nota eingöngu farartæki sem nota innlenda og endurnýjanlega orku eins og rafmagn, vetni, metan eða methanol.
 
Auk þess vilja ungir framsóknarmenn skylda olíufyrirtæki til þess að bjóða upp á bensín sem inniheldur íblöndunarefni. Þannig er hægt að minnka kolefnisnotkun og draga verulega úr bensínkostnaði.
 
Ennfremur vilja ungir framsóknarmenn í Reykjavík efla almenningssamgöngur og gera þær að ódýrum og þægilegum valkosti í samgöngumálum, með lækkun fargjalda og betra þjónustuneti. Einnig ber að skoða framsæknar lausnir eins og innleiðingu léttlesta á fjölförnum leiðum.
 
Gerum þetta að raunveruleika !


Framsóknarmaðurinn Kofi Annan

Um efnahags- og stjórnmálakreppuna sem nú er framundan á alþjóðavísu segir Annan:

„Valið stendur á milli samkeppni og samvinnu. Við búum í samtvinnuðum heimi og eina leiðin fram á við er samvinnan"


mbl.is Annan: Kreppa í alþjóðastjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungt fólk í Framsókn!

Framsókn virðist vera eini stjórnmálaflokkurinn sem ætlar að verða við kröfu almennings um breytingar og að leiða ungt fólk áfram.

Þeir sjálfskipuðu mannvinir sem nú reyna að sparka í okkur framsóknarfólk geta haldið áfram að þræla sér út við það. Þeir munu halda áfram að gera sitt versta. Við munum gera okkar besta og við munum styrkjast!

Framsókn er að fara í gegnum tímabil sem á eftir að skila okkur sterkari og betri flokki til að halda áfram að gera alla þá góðu og lífsnauðsynlegu hluti sem flokkurinn hefur staðið að fyrir íslenska þjóð. Okkar svar er að gera og hugsa okkar besta um samfélagið okkar.

Fleiri munu sækjast eftir að gegna forystu fyrir flokkinn á næstu dögum og vikum, slíkur er krafturinn og jákvæðnin í starfinu. Það er fjör í Framsókn. Eitt er víst að flokkurinn verður á undan öðrum öflum í þessu samfélagi til að fara í gegnum nauðsynlega sjálfsrýni og breytingar með kröftugu og ungu fólki, jafnrétti og lýðræðislega uppbyggingu grasrótarinnar að leiðarljósi.

Áfram Framsókn!


mbl.is Birkir Jón sækist eftir varaformannsembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn stóð vörð um ÍLS

Sem betur fer náðu sjálfstæðismenn og hluti samfylkingar ekki að einkavæða Íbúðalánasjóðinn sem Framsóknarflokkurinn hannaði, stofnaði og varði alla sína tíð í ríkisstjórn og síðasta vor þegar átti að breyta honum.

Það er ekki nema nokkrar vikur síðan Ingibjörg Sólrún talaði um það síðast ásamt sjálfstæðismönnum. Nú heyrist ekki hátt í frjálshyggjuliðinu í stjónmálunum, bönkunum og FJÖLMIÐLUM sem ætluðu að kafsigla sjóðinn með skrumi.

Sem betur fer lifir framsóknarhugsjónin sterkt með fólki...


mbl.is ÍLS átti að fara í söludeildina eða sláturhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vönduð vinnubrögð Framsóknar

Framsókn hefur í um áratug verið leiðandi íslenskra stjórnmálaflokka í rannsóknum og könnun á kostum og göllum aðildar Íslands að ESB, og mun halda því hlutverki áfram.

Búið er að skilgreina samningsmarkmið, fara í ítarlega vinnu um möguleika Íslendinga í gjaldmiðilsmálum og gaumgæfa hvernig staðið verði að því að ganga inn í Evrópusambandið með tilliti til stjórnarskrár.

Samfylkingin hélt eina póstkosningu og Sjálfstæðislfokkurinn hefur ekkert aðhafst :)


mbl.is Guðni vill skoða ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í Hvíta húsið !!!

Framsóknarmaðurinn Barack Obama
verður 44. forseti Bandaríkjanna!

greenmotifobama

 Til hamingju !


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður framsóknarmaður kjörinn forseti Bandaríkjanna?

Það stefnir allt í að vinur okkar í Bandaríkjunum, framsóknarmaðurinn Barack Obama, verði kjörinn forseti í nótt. Nú er að bíða og sjá og vona það besta. Eitt er víst að sögulegir hlutir munu gerast í nótt!

   

Við ungir framsóknarmenn höfum verið í góðu sambandi við vini okkar í systurfélaginu í Bandaríkjunum, YDA (The Young Democrats of America) en SUF og YDA eru samherjar í regnhlífarsamtökunum IFLRY (International Federation of Liberal Youth). Við óskum þeim alls hins besta og megi þessi nótt leiða til nýrrar framsóknar lýðræðis og friðar í Bandaríkjunum.

  

X-Barack oBama...


mbl.is Obama kaus snemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn leiðandi í ábyrgri ESB umræðu

Framsóknarflokkurinn boðar til opins hádegisfundar um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnarskrá, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 12:10, á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Svangir fundarmenn geta keypt sér girnilegar veitingar á sanngjörnu verði. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, mun setja fundinn en að því loknu mun Eiríkur Tómasson lagaprófessor fjalla sérstaklega um þetta efni og í kjölfarið verður opnað fyrir spurningar úr sal. Fundarstjóri verður Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og formaður Sambands ungra framsóknarmanna.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

12:10 Setning – Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins

12:15 Breytingar á stjórnarskrá og tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. – Eiríkur Tómasson, lagaprófessor

12:45 Fyrirspurnir

Áætlað er að fundi ljúki ekki síðar en kl. 13:15.


mbl.is Vilja ESB-aðild og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur gullmoli

InLove 

Ég kann ekki við krataflón

sem koma valds í hallir.

Þeir meiga ekki sjá míkrafón

þá mígleka þeir allir
(Þórarinn Eldjárn)

Wizard


mbl.is Auðvitað vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í verki

Það er ekki að spyrja að því. Fyrirtæki framsóknar og framsýni, Orkuveitan, er vel rekin af góðu fólki, eitt traustasta fyrirtæki landsins og fjöregg borgarinnar.

Þar fara menn fram af samvinnu, ábyrgð og skynsemi. Það er ótrúlegur díll sem OR hefur þarna náð! Er hægt að koma slíku framsýnu og framsæknu fólki að við stjórn landsins?

Orkuveitan stendur því enn undir kjörorðunum "Árangur áfram ekkert stopp" !!!


mbl.is OR semur um fjármögnun á hagstæðum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband