Ungt fólk í Framsókn!

Framsókn virðist vera eini stjórnmálaflokkurinn sem ætlar að verða við kröfu almennings um breytingar og að leiða ungt fólk áfram.

Þeir sjálfskipuðu mannvinir sem nú reyna að sparka í okkur framsóknarfólk geta haldið áfram að þræla sér út við það. Þeir munu halda áfram að gera sitt versta. Við munum gera okkar besta og við munum styrkjast!

Framsókn er að fara í gegnum tímabil sem á eftir að skila okkur sterkari og betri flokki til að halda áfram að gera alla þá góðu og lífsnauðsynlegu hluti sem flokkurinn hefur staðið að fyrir íslenska þjóð. Okkar svar er að gera og hugsa okkar besta um samfélagið okkar.

Fleiri munu sækjast eftir að gegna forystu fyrir flokkinn á næstu dögum og vikum, slíkur er krafturinn og jákvæðnin í starfinu. Það er fjör í Framsókn. Eitt er víst að flokkurinn verður á undan öðrum öflum í þessu samfélagi til að fara í gegnum nauðsynlega sjálfsrýni og breytingar með kröftugu og ungu fólki, jafnrétti og lýðræðislega uppbyggingu grasrótarinnar að leiðarljósi.

Áfram Framsókn!


mbl.is Birkir Jón sækist eftir varaformannsembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband