4.11.2008 | 21:44
Verður framsóknarmaður kjörinn forseti Bandaríkjanna?
Það stefnir allt í að vinur okkar í Bandaríkjunum, framsóknarmaðurinn Barack Obama, verði kjörinn forseti í nótt. Nú er að bíða og sjá og vona það besta. Eitt er víst að sögulegir hlutir munu gerast í nótt!
Við ungir framsóknarmenn höfum verið í góðu sambandi við vini okkar í systurfélaginu í Bandaríkjunum, YDA (The Young Democrats of America) en SUF og YDA eru samherjar í regnhlífarsamtökunum IFLRY (International Federation of Liberal Youth). Við óskum þeim alls hins besta og megi þessi nótt leiða til nýrrar framsóknar lýðræðis og friðar í Bandaríkjunum.
X-Barack oBama...
Obama kaus snemma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.