4.11.2008 | 15:53
Framsókn leiðandi í ábyrgri ESB umræðu
Framsóknarflokkurinn boðar til opins hádegisfundar um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnarskrá, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 12:10, á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Svangir fundarmenn geta keypt sér girnilegar veitingar á sanngjörnu verði. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, mun setja fundinn en að því loknu mun Eiríkur Tómasson lagaprófessor fjalla sérstaklega um þetta efni og í kjölfarið verður opnað fyrir spurningar úr sal. Fundarstjóri verður Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
12:10 Setning Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins
12:15 Breytingar á stjórnarskrá og tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor
12:45 Fyrirspurnir
Áætlað er að fundi ljúki ekki síðar en kl. 13:15.
Vilja ESB-aðild og evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.