19.9.2008 | 10:36
Framsóknarstefnan
Það er gaman að sjá stefnu Framsóknarflokksins sem mörkuð var fyrir meira en áratug og reyndar allt frá 1916 með virkjun vatnsaflsins komast í framkvæmd.
Kárahnjúkar gætu knúið allan bíla- og skipaflota landsins og mun eflaust leggja sitt af mörkum til þess ásamt fleiri virkjunum sem við Íslendingar erum svo heppnir að eiga, heppnir að hér voru framsýnir menn sem mörkuðu stefnuna.
Svo eru reyndar aðrir stjórnmálaflokkar sem komist hafa yfir atkvæði fólks með lygi og lýðskrumi sem framfylgja svo að sjálfsögðu hinni skynsömu og umhverfisvænu stefnu. Vandamálið er bara að þau gera það ekki eins vel og Framsókn og stunda það helst að búa til vesen og skapa óvissu í mikilvægum málefnum sem margra snerta.
Grænasta land í heimi !
Ritstj.
Hlutverk Íslands að stíga heillavænleg skref í orkumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.