At-geir

Geir H. Haarde fór mikinn á fundi á heimavelli í Valhöll í morgun með "at-geirinn" á lofti. Hann rær pólitískan lífróður næstu vikur eins og fleiri í þessar blessuðu arfaslöppu ríkisstjórnarómynd. Dagfinnur dýralæknir er kominn í mál við ljósmæður og dæmalausi utanríkisráðherrann Ingibjörg Solla, sem virðist hafa gefið sér tíma frá ferðalögum í fjarlægum löndum og af ráðstefnum um stöðu Íslands undir sólinni, leyfir sér áfram að blekkja fólk með þykjustugagnrýni sinni á íslensk stjórnvöld, þar sem hún er einn af tveimur aðalhöfuðpaurunum. Henni finnst bara svo gaman að vera í stjórnarandstöðu og einnig vill hún höfða til fleiri kjósenda með því að spila með mörgum liðum í einu, allt eftir vindátt, hentistefnu og hvað hljómar best á hverjum tíma og á hverjum stað. Aðgerðir hennar eru aukaatriði enda kemur fátt frá henni nema hvað starfsmannamál ríkisins hafa aldrei verið uppteknari við að flokka út þá sem ekki eru með flokkskírteini ráðherrans í vasanum og mun hún vera komin með eina 4-5 pólitíska aðstoðarmenn í kringum sig upp í ráðuneyti, þar sem ráðherrar hafa að jafnaði verið með einn aðstoðarmann.

Geir Haarde er í miklum vanda þessa dagana, bæði persónulegum ímyndarvanda og skelfilegum pólitískum vanda. Hann virðist ekki geta leitt ríkisstjórn á farsælan hátt fyrir þjóðina þar sem hann hefur enga stjórn á fólki sínu né er hann í góðu samstarfi við samstarfsflokkinn svokallaða, Samfylkinguna, mesta stórslysi íslenskrar stjórnmálasögu. Geir er gjörsamlega steingeldur í stjórnarráðinu og talar út í loftið. "Verið sé að finna leiðir" og "ég er bjartsýnn á að lausn muni finnast" og þess háttar setningar eru orðnar að hans vörumerki.

Það er ólíðandi að Íslandi sé stjórnað á þennan hátt. Andvaraleysi fólks er áhyggjuefni í nútímanum. Lygar stjórnmálamanna og hvernig þeir ráðskast með fjölmiðla er með ólíkindum. Ríkissjónvarpið "Bláskjár" er flokksmaskína Sjálfstæðisflokksins og fara forystumenn hans fram þar eins og í einræðisríkjum. Þar fær hann gagnrýnislausar spurningar sem eru til þess fallnar að sverta stjórnarandstöðuna og fara með rangt mál... Þvílík vinnubrögð sér maður varla fjölmiðlum í hinum vestræna heimi... nema á Íslandi.

Framsóknarflokkurinn hefur í tvígang lagt fram ítarlegar tillögur í efnahagsmálum sem aðilar vinnumarkaðarins, fjármálastofnanir og fræðimenn hafa í kjölfarið kallað á. Þar ríkir samstaða og samhljómur. En ríkisstjórnin er of upptekin af sjálfri sér, einstaklingar þar í innbyrðis baráttu eða að keppast um að halda andlitinu í öllu því mistakaferli sem vaðið hefur hér uppi síðastliðið ár. Vaknið Íslendingar!


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

"Bláskjár" :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.9.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband