25.8.2008 | 09:43
Formannsferð um landið
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, mun halda í ferð um landið þessa vikuna og halda opna fundi, þar sem meðal annars verður rætt hið alvarlega efnahagsástand sem þjóðin siglir hraðbyri inn í með daufgerða ríkisstjórn við stýrið. Fróðlegt verður fyrir framsóknarmenn að mæta og hlýða á Guðna en einnig til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við formanninn og gefa honum gott veganesti í vegferð okkar.
Fundirnir verða sem hér segir:
Mánudaginn 25. ágúst kl. 20:30 - Félagsbæ við Borgarbraut í Borgarnesi
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20:30 Ljósheimum í Skagafirði
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30 Skipasmíðastöðinni á Húsavík
Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20:30 Austrasalnum á Egilsstöðum
Mánudaginn 1. september kl. 20:30 Þingborg í Hraungerðishreppi
Fundir í Reykjavík munu fylgja í kjölfarið.
Ritstjórn
Guðni í fundaherferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.