13.8.2008 | 11:47
Þarf að bjarga borginni frá stjórnarkreppu?
Meirihlutinn í borginni er ónýtur þó hann rúlli áfram á einu hjóli. Ólafur F. virðist ekki geta unnið með öðru fólki. Sjálfstæðismenn eru í snörunni og hárfagra borgarstjóraefni Samfylkingar (sem reyndar er framsóknarmaður í hjarta sínu) sópar að sér R-lista fylginu. Samfylkingin sem er að standa sig vægast sagt illa í landsmálunum tekur gamla R-lista fylgið í borginni í óánægju borgarbúa með núverandi meirihluta. Össur Skarphéðinsson getur ekki beðið eftir næstu kosningum þar sem hann minnist ekki á Framsókn heldur talar um samstarf VG og Samfylkingar. Óskar Bergsson hefur verið að standa sig vel í sínum málum en fylgið hefur ekki fylgt, enda hafa "samstarfsmenn hans" í minnihlutanum ekki gefið Framsókn neitt, þó það sé alþekkt að það var Framsókn sem var límið í R listanum og grundvallarflokkur í þeim mikla árangri sem náðist á tímum R listans. Nú vilja Samfylkingarmenn snúa baki við R-lista hugsjóninni eins og VG gerðu þegar þeir sprengdu upp R-listann.
Spurningin er hvað sé til ráða fyrir hagsmuni borgarinnar? Ólafur F. er ekki svarið. (Ritstjórn)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.