Enn einn íhalds hagfræðingurinn ?

Nú hefur Geir Haarde ráðið hagfræðing í forsætisráðuneytið til að skerpa á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem hafa verið engar hingað til. Enn einn hagfræðingurinn í hóp þeirra sem stjórnvöld hafa aðgang að, í ráðuneytunum og Seðlabanka. Réttast væri að setja inn hagfræðing þangað, þ.e. á toppinn í Seðlabankanum. En þessi aðgerð Geirs er ekkert annað en áróðurstaktík því þessi ágæti maður er eins og fyrr segir einungis einn hagræðingurinn enn hjá ríkisstjórninni og alls enginn töframaður í þokkabót. Enn mun Samfylking ganga skoðanalaus og ráðalaus í efnahagsmálum og ekki er hægt að snúa við tímanum því ríkisstjórnin er búin að tapa heilu ári úr í efnahagsmálum, og þjóðin líka. Þessi ágæti maður sem hagfræðingurinn Geir bindur nú allar sínar vonir við hefur verið eindreginn andstæðingur ESB, er og verður einn af strákunum í Valhöll, og hefur verið að stýra fjármálafyritæki undanfarið og er þar einungis í tímabundnu fríi. Hagsmunaárekstur hlýtur að koma upp í hugann... þetta sjá allir !

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknar og fyrrv. viðskiptaráðherra skrifar góðan pistil um þetta útspil Geirs sem sjá má hér.. 

Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband