14.7.2008 | 09:43
Stóriðja gegn mengun - græn bylting !
Valgerður Sverris skrifar góðan pistil á heimasíðu sinni um stóriðju sem knúin er áfram af grænni orku. Hún skrifar:
"Við Íslendingar erum svo lánsamir að geta hagnýtt vistvænar og endurnýjanlegar orkuauðlindir landsins. Á síðustu öld voru stigin stór skref á þessu sviði enda hófust Íslendingar úr örbyrgð til allsnægta á þessu sama tímabili, ekki síst vegna nýtingar orku til almannaþarfa og atvinnureksturs. Nú er svo komið að um 80% þeirrar orku sem notuð er í landinu er innlend endurnýjanleg orka og er það hlutfall langtum hærra en hjá öðrum þjóðum. Þetta háa hlutfall vekur heimsathygli, enda erum við í fararbroddi í notkun endurnýjanlegra orkugjafa, þó ekki sé því til haga haldið í umhverfis- og mengunarumræðunni hér á landi. " meira...
Einnig skrifar hún um seinheppna Björninn sem er Bjarnason
Ritstjórn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.