9.6.2008 | 21:42
Ný forysta SUF
Sambandsþing SUF var haldið um helgina og tókst með afburðum vel. Fólk kom af öllu landinu og skemmti sér saman við málefnavinnu og létta skemmtun á laugardagskvöldið.
Bryndís Gunnlaugsdóttir úr Grindavík var kjörin 28. formaður SUF og er hún virkilega vel að því komin. Hún er þriðja konan sem gegnir embættinu í 70 ára sögu sambandsins. Sú fyrsta var Siv Friðleifsdóttir sem gegndi embættinu 1990-1992 en Dagný Jónsdóttir var síðan formaður 2002-2003.
Félagar FUF-Alfreð óska Bryndísi og nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörin og við hlökkum til samstarfsins. Jafnframt þökkum við fráfarandi formanni Jakobi Hrafnsyni og varaformanni Stefáni Boga Sveinssyni kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.