21.7.2008 | 14:39
Enn einn íhalds hagfræðingurinn ?
Nú hefur Geir Haarde ráðið hagfræðing í forsætisráðuneytið til að skerpa á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem hafa verið engar hingað til. Enn einn hagfræðingurinn í hóp þeirra sem stjórnvöld hafa aðgang að, í ráðuneytunum og Seðlabanka. Réttast væri að setja inn hagfræðing þangað, þ.e. á toppinn í Seðlabankanum. En þessi aðgerð Geirs er ekkert annað en áróðurstaktík því þessi ágæti maður er eins og fyrr segir einungis einn hagræðingurinn enn hjá ríkisstjórninni og alls enginn töframaður í þokkabót. Enn mun Samfylking ganga skoðanalaus og ráðalaus í efnahagsmálum og ekki er hægt að snúa við tímanum því ríkisstjórnin er búin að tapa heilu ári úr í efnahagsmálum, og þjóðin líka. Þessi ágæti maður sem hagfræðingurinn Geir bindur nú allar sínar vonir við hefur verið eindreginn andstæðingur ESB, er og verður einn af strákunum í Valhöll, og hefur verið að stýra fjármálafyritæki undanfarið og er þar einungis í tímabundnu fríi. Hagsmunaárekstur hlýtur að koma upp í hugann... þetta sjá allir !
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknar og fyrrv. viðskiptaráðherra skrifar góðan pistil um þetta útspil Geirs sem sjá má hér..
Ritstjórn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 09:54
Tillögur Framsóknarflokks í efnahagsmálum þjóðarinnar !
HVAR ER ríkisstjórnin !!!
Alvarleg efnahagskreppa liggur í loftinu. Hún er m.a. tilkomin vegna alþjóðlegrar lánsfjárkreppu en einnig er vandinn að miklu leyti heimatilbúinn. Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki gripið inn í atburðarrásina með afgerandi hætti og fyrir vikið eru líkur á að kreppan verði dýpri og lengri en ella. Trúverðugleiki efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki vegna yfirlýsinga sem ekki hefur verið fylgt eftir. Orðum hafa ekki fylgt efndir, því má líkja við alvarleg hagstjórnarmistök.
Það stefnir í verulega aukið atvinnuleysi, þegar er hafinn samdráttur á húsnæðismarkaði, fjármálakerfið er í kröggum, og mörg fyrirtæki og einstaklingar eiga í erfileikum og stefna í þrot. Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gagnvart þessum kringumstæðum er grafalvarlegt og veikir tiltrú á íslenskt efnahagslíf.
Lesa má um tillögurnar hér... en helstu atriðin eru:
1. Að nýta heimildir Alþingis til töku erlends láns sem allra fyrst til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, styðja við fjármálakerfi landsmanna og auka trúverðugleika íslensks efnahagslífs.
2. Að ríkisstjórn og Seðlabanki komi fram með skýra áætlun um hvernig íslenskt þjóðfélag á að vinna sig í gegnum þá djúpu efnahagslægð sem þjóðin stendur frammi fyrir til að skapa trú og traust á stefnu þeirra sem fara með stjórn efnahags- og peningamála hér á landi. Seðlabankinn verður að auka gagnsæi ákvarðanatöku sinnar, m.a. með birtingu rökstuðnings fyrir vaxtaákvörðunum.
3. Að hafið verði lækkunarferli stýrivaxta Seðlabanka Íslands hið fyrsta. Þetta verði liður í þeim vegvísi sem ríkisstjórn og Seðlabankinn þurfa að opinbera fólki og fyrirtækjum.
4. Að styrkja stoðir íbúðalánamarkaðarins. Endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum fjármálastofnana verði til reiðu vegna lána undir ákveðnum fjárhæðarmörkum. Þannig er komið með félagslegum hætti að vanda tekjulægri hópa.
5. Að undirbúningi stórframkvæmda á vegum ríkis og sveitarfélaga verði hraðað þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara. Horfa þarf sérstaklega til arðbærra framkvæmda sem hafa margföldunaráhrif á allt hagkerfið.
Þingflokkur framsóknarmanna ítrekar enn að ríkisstjórnin þarf að taka frumkvæði að nýrri þjóðarsátt með aðgerðum sem draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar. Mikilvægar forsendur þess eru að ríkisstjórnin virki boðaðan samráðsvettvang stjórnarsáttmálans til samræmdra aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs.
Tillögur þessar eru settar fram í framhaldi af fundum með aðilum vinnumarkaðar, fjármálafyrirtækja og hinum ýmsu fræðimönnum þjóðarinnar. Þingflokkur framsóknarmanna kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og lýsir sig reiðubúinn að aðstoða hana við að taka á efnahagsvandanum.
Ritstjórn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 09:43
Stóriðja gegn mengun - græn bylting !
Valgerður Sverris skrifar góðan pistil á heimasíðu sinni um stóriðju sem knúin er áfram af grænni orku. Hún skrifar:
"Við Íslendingar erum svo lánsamir að geta hagnýtt vistvænar og endurnýjanlegar orkuauðlindir landsins. Á síðustu öld voru stigin stór skref á þessu sviði enda hófust Íslendingar úr örbyrgð til allsnægta á þessu sama tímabili, ekki síst vegna nýtingar orku til almannaþarfa og atvinnureksturs. Nú er svo komið að um 80% þeirrar orku sem notuð er í landinu er innlend endurnýjanleg orka og er það hlutfall langtum hærra en hjá öðrum þjóðum. Þetta háa hlutfall vekur heimsathygli, enda erum við í fararbroddi í notkun endurnýjanlegra orkugjafa, þó ekki sé því til haga haldið í umhverfis- og mengunarumræðunni hér á landi. " meira...
Einnig skrifar hún um seinheppna Björninn sem er Bjarnason
Ritstjórn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 23:21
Steingrímur Hermannsson
Alfreð óskar Steingrími Hermannssyni og fjölskyldu hans til hamingju með daginn um leið og við þökkum honum og frú hans, góð störf í þágu þjóðar um árabil.
9.6.2008 | 21:42
Ný forysta SUF
Sambandsþing SUF var haldið um helgina og tókst með afburðum vel. Fólk kom af öllu landinu og skemmti sér saman við málefnavinnu og létta skemmtun á laugardagskvöldið.
Bryndís Gunnlaugsdóttir úr Grindavík var kjörin 28. formaður SUF og er hún virkilega vel að því komin. Hún er þriðja konan sem gegnir embættinu í 70 ára sögu sambandsins. Sú fyrsta var Siv Friðleifsdóttir sem gegndi embættinu 1990-1992 en Dagný Jónsdóttir var síðan formaður 2002-2003.
Félagar FUF-Alfreð óska Bryndísi og nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörin og við hlökkum til samstarfsins. Jafnframt þökkum við fráfarandi formanni Jakobi Hrafnsyni og varaformanni Stefáni Boga Sveinssyni kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár.
4.6.2008 | 13:59
Árangur aftur ekkert stopp :)
Árangur áfram ekkert stopp á ekki beinlínis lengur við þar sem nýjar aðstæður í þjóðfélaginu og aðgerðaleysi stjórnvalda í mörgum málum eru þess eðlis að árangurinn okkar stoppaði :)
Árangur aftur ekkert stopp gæti verið arftakinn ?
eða bara eitthvað annað...
AB