Framsóknarstefnan

Það er gaman að sjá stefnu Framsóknarflokksins sem mörkuð var fyrir meira en áratug og reyndar allt frá 1916 með virkjun vatnsaflsins komast í framkvæmd.

Kárahnjúkar gætu knúið allan bíla- og skipaflota landsins og mun eflaust leggja sitt af mörkum til þess ásamt fleiri virkjunum sem við Íslendingar erum svo heppnir að eiga, heppnir að hér voru framsýnir menn sem mörkuðu stefnuna.

Svo eru reyndar aðrir stjórnmálaflokkar sem komist hafa yfir atkvæði fólks með lygi og lýðskrumi sem framfylgja svo að sjálfsögðu hinni skynsömu og umhverfisvænu stefnu. Vandamálið er bara að þau gera það ekki eins vel og Framsókn og stunda það helst að búa til vesen og skapa óvissu í mikilvægum málefnum sem margra snerta.

Grænasta land í heimi ! Smile

Ritstj.


mbl.is Hlutverk Íslands að stíga heillavænleg skref í orkumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

At-geir

Geir H. Haarde fór mikinn á fundi á heimavelli í Valhöll í morgun með "at-geirinn" á lofti. Hann rær pólitískan lífróður næstu vikur eins og fleiri í þessar blessuðu arfaslöppu ríkisstjórnarómynd. Dagfinnur dýralæknir er kominn í mál við ljósmæður og dæmalausi utanríkisráðherrann Ingibjörg Solla, sem virðist hafa gefið sér tíma frá ferðalögum í fjarlægum löndum og af ráðstefnum um stöðu Íslands undir sólinni, leyfir sér áfram að blekkja fólk með þykjustugagnrýni sinni á íslensk stjórnvöld, þar sem hún er einn af tveimur aðalhöfuðpaurunum. Henni finnst bara svo gaman að vera í stjórnarandstöðu og einnig vill hún höfða til fleiri kjósenda með því að spila með mörgum liðum í einu, allt eftir vindátt, hentistefnu og hvað hljómar best á hverjum tíma og á hverjum stað. Aðgerðir hennar eru aukaatriði enda kemur fátt frá henni nema hvað starfsmannamál ríkisins hafa aldrei verið uppteknari við að flokka út þá sem ekki eru með flokkskírteini ráðherrans í vasanum og mun hún vera komin með eina 4-5 pólitíska aðstoðarmenn í kringum sig upp í ráðuneyti, þar sem ráðherrar hafa að jafnaði verið með einn aðstoðarmann.

Geir Haarde er í miklum vanda þessa dagana, bæði persónulegum ímyndarvanda og skelfilegum pólitískum vanda. Hann virðist ekki geta leitt ríkisstjórn á farsælan hátt fyrir þjóðina þar sem hann hefur enga stjórn á fólki sínu né er hann í góðu samstarfi við samstarfsflokkinn svokallaða, Samfylkinguna, mesta stórslysi íslenskrar stjórnmálasögu. Geir er gjörsamlega steingeldur í stjórnarráðinu og talar út í loftið. "Verið sé að finna leiðir" og "ég er bjartsýnn á að lausn muni finnast" og þess háttar setningar eru orðnar að hans vörumerki.

Það er ólíðandi að Íslandi sé stjórnað á þennan hátt. Andvaraleysi fólks er áhyggjuefni í nútímanum. Lygar stjórnmálamanna og hvernig þeir ráðskast með fjölmiðla er með ólíkindum. Ríkissjónvarpið "Bláskjár" er flokksmaskína Sjálfstæðisflokksins og fara forystumenn hans fram þar eins og í einræðisríkjum. Þar fær hann gagnrýnislausar spurningar sem eru til þess fallnar að sverta stjórnarandstöðuna og fara með rangt mál... Þvílík vinnubrögð sér maður varla fjölmiðlum í hinum vestræna heimi... nema á Íslandi.

Framsóknarflokkurinn hefur í tvígang lagt fram ítarlegar tillögur í efnahagsmálum sem aðilar vinnumarkaðarins, fjármálastofnanir og fræðimenn hafa í kjölfarið kallað á. Þar ríkir samstaða og samhljómur. En ríkisstjórnin er of upptekin af sjálfri sér, einstaklingar þar í innbyrðis baráttu eða að keppast um að halda andlitinu í öllu því mistakaferli sem vaðið hefur hér uppi síðastliðið ár. Vaknið Íslendingar!


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláskjár huggar Geir í vanda

Geir Haarde er í miklum vanda þessa dagana, bæði persónulegum ímyndarvanda og skelfilegum pólitískum vanda. Hann virðist ekki geta leitt ríkisstjórn á farsælan hátt fyrir þjóðina þar sem hann hefur enga stjórn á fólki sínu né er hann í góðu samstarfi við samstarfsflokkinn svokallaða, Samfylkinguna, mesta stórslysi íslenskrar stjórnmálasögu. Geir er gjörsamlega steingeldur í stjórnarráðinu og talar út í loftið. "Verið sé að finna leiðir" og "ég er bjartsýnn á að lausn muni finnast" og þess háttar setningar eru orðnar að hans vörumerki.


mbl.is Rannsóknarboranir næsta sumar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og Samfylking leggjast lágt!

Svandís og Dagur B. halda áfram að leggjast lágt í framkomu sinni í ömulegri og ómálefnalegri stjórnarandstöðu í borginni. AF HVERJU ÞURFA STJÓRNMÁL ÞEIRRA AÐ SNÚAST UM AÐ KASTA AUR Á FÓLK? HEFUR ÞAÐ EF TIL VILL EKKI HUGMYNDAFRÆÐILEGAN GRUNN TIL ANNARS?

Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því að það eru svona niðurrifsstjórnmál og persónulegar árásir sem eru að gera stjórnmál óvinsæl. Svandís og Dagur B. ! Sýnið samferðamönnum ykkar mannlega virðingu! Hættið að GERA HVAÐ SEM ER í stjórnmálum... og leggið ykkar á vogarskálirnar að gera stjórnmálin betri en þetta.

Ritstjórn


mbl.is Vafi um kjörgengi varafulltrúa Framsóknarflokks í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr málefnasamningur í borginni !

rvk

Til hamingju Reykjavík 

Sjá úrdrátt úr málefnasamningnum á www.hrifla.is !

Smile


Formannsferð um landið

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, mun halda í ferð um landið þessa vikuna og halda opna fundi, þar sem meðal annars verður rætt hið alvarlega efnahagsástand sem þjóðin siglir hraðbyri inn í með daufgerða ríkisstjórn við stýrið. Fróðlegt verður fyrir framsóknarmenn að mæta og hlýða á Guðna en einnig til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við formanninn og gefa honum gott veganesti í vegferð okkar.

Fundirnir verða sem hér segir:

Mánudaginn 25. ágúst kl. 20:30 - Félagsbæ við Borgarbraut í Borgarnesi
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20:30 – Ljósheimum í Skagafirði
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30 – Skipasmíðastöðinni á Húsavík
Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20:30 – Austrasalnum á Egilsstöðum
Mánudaginn 1. september kl. 20:30 – Þingborg í Hraungerðishreppi

Fundir í Reykjavík munu fylgja í kjölfarið.

Ritstjórn


mbl.is Guðni í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að bjarga borginni frá stjórnarkreppu?

Meirihlutinn í borginni er ónýtur þó hann rúlli áfram á einu hjóli. Ólafur F. virðist ekki geta unnið með öðru fólki. Sjálfstæðismenn eru í snörunni og hárfagra borgarstjóraefni Samfylkingar (sem reyndar er framsóknarmaður í hjarta sínu) sópar að sér R-lista fylginu. Samfylkingin sem er að standa sig vægast sagt illa í landsmálunum tekur gamla R-lista fylgið í borginni í óánægju borgarbúa með núverandi meirihluta. Össur Skarphéðinsson getur ekki beðið eftir næstu kosningum þar sem hann minnist ekki á Framsókn heldur talar um samstarf VG og Samfylkingar. Óskar Bergsson hefur verið að standa sig vel í sínum málum en fylgið hefur ekki fylgt, enda hafa "samstarfsmenn hans" í minnihlutanum ekki gefið Framsókn neitt, þó það sé alþekkt að það var Framsókn sem var límið í R listanum og grundvallarflokkur í þeim mikla árangri sem náðist á tímum R listans. Nú vilja Samfylkingarmenn snúa baki við R-lista hugsjóninni eins og VG gerðu þegar þeir sprengdu upp R-listann.

Spurningin er hvað sé til ráða fyrir hagsmuni borgarinnar? Ólafur F. er ekki svarið.  (Ritstjórn)


Samfylking blekkti fólk fyrir kosningar!

Vindhanapólitík Samfylkingar er nú að koma niður á fólki fyrir norðan. Seglum er hagað eftir vindi, engu er treystandi þar sem stefnan er ekki til staðar, heldur fer eftir vindáttinni. Vonandi man fólk eftir þessu í næstu kosningum og kjósi næst ábyrga stjórnmálamenn sem fara eftir sannfæringu sinni og hafa skynsamlega stefnu... og það hefur Framsóknarflokkurinn. Þetta vita norðlendingar!


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhald og kratar.. sagan endurtekur sig!

Sagan sýnir að þegar íhaldið og kratarnir koma saman í ríkisstjórn þá skellur á okkur kreppa, eða dýpri og lengri kreppa en ella þyrfti að vera. Í dag er sagan að endurtaka sig. Forysta Sjálfstæðisflokksins er veik og ábyrgðar- og skilningsleysi krata í efnahagsmálum þjóðarinnar er hættulegur kokteill. Jafnvel fólk innan raða ofurstjórnarinnar undrast stöðu mála, og umræðupólitík Ingibjargar Sólrúnar reyndist aðgerðalaust blaður. Framsóknarflokkurinn hefur verið sem rauður þráður í gegnum lýðveldissöguna sá flokkur sem hefur stuðlað að háu atvinnustigi og efnahaglegum stöðugleika á Íslandi og hefur unnið með mörgum aðilum í þeim árangri til að höggva á hnúta sem er verkefni stjórnmálanna... í stað aðgerðaleysis og blaðurs. Ritstjórn.


mbl.is Verðbólga ekki meiri í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratarnir og efnahagsmálin !

Kratarnir eru gjörsamlega úti á þekju í efnahagsumræðunni og hafa engar lausnir, enda má ætla að þeir séu ennþá í sumarfríi á meðan spennan í hagkerfinu magnast upp og stefnir í óefni í haust sé ekkert að gert til að milda áhrif efnahagskreppunnar. Árni Páll krataþingmaður sýndi glögglega á mánudagsmorgun, þegar hann mætti jafnaðar- og framsóknarmanninum Guðna Ágústssyni, hve mikið ábyrgðarleysi og sinnuleysi ríkir á stjórnarheimilinu. Samt sem áður leyfir hann sér að mæta í útsendingu með þvílíkum hroka. Það skein í gegn undirbúningsleysið og hann gat með engu móti svarað fyrir réttmæta gagnrýni, nema með hroka og rangfærslum og pólitísku lýðskrumi. Árni Páll og Samfylking hljóma sem gömul rispuð plata í þessari mikilvægu umræðu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Guðni benti á lausnir sem hafa verið ræddar með aðilum vinnumarkaðar, fyrirtækja, fjölmiðla og meðal almennings, sem eru til þess fallnar að milda áhrif kreppunnar á almenning og fyrirtæki. Samfylkingin er hins vegar með stefnu sinni í mörgum málum að auka neikvæð áhrif, bæði með getuleysi sínu og aðgerðaleysi, en einnig með boðuðum aðgerðum í mörgum málaflokkum sem munu auka atvinnuleysi á Íslandi og það er böl sem fáir vilja.

Heyra má veisluna hér

Ritstjórn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband